og hvað eru margir Íslendingar með vinnu í Norge

Miðað við hvað maður hefur heyrt af mörgum sem hafa farið til Noregs í atvinnu leit þá er þetta ekki há tala .

 

en það sést ekki í skýrslunni hve margir eru skráðir inn í landið á móts við þá sem eru atvinnulausir.

margir fóru þangað vegna hve lítið atvinnuleysi er þar um og yfir 3% 

þannig að það hefur verið meiri möguleiki að leita þar að vinnu en hér

 


mbl.is Margir Íslendingar án vinnu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vignir.

Ég ætla að skrifa smá pistil þar sem ég er ekki með blogg sjálfur og hver veit nema að einhver lesi þetta.

Mjög mörg störf eru í boði í Noregi og t.d. inni á www.finn.no eru tæplega 13 þúsund störf. Það er fyrir utan allt sem Manpower,Proffice,Adecco,NAV,X-tra,Vikarpartner,Jobzone og fleiri atvinnuskrifstofur auglýsa ekki heldur leita eftir réttu fólki. 

 Ég bý í Noregi og maður þarf að vinna sig áfram hérna. Nokkrir Íslendingar sem ég þekki til komu hingað og vilja bara komast í störf í því sem þau eru lærð í.Ég sé ekkert að því en ef það gengur ekki upp þá leita að öðru(oftast nær gengur það ekki upp)

Fólk verður að koma sér inn í tungumálið en af einhverjum furðulegum ástæðum tala flestir Íslendingar bara ensku fyrstu 1-3 árin. 

Ég fór bara fram á það strax að það yrði töluð norska við mig á mínum vinnustað og þar sem ég leigði, það hjálpaði mér gríðarlega, sérstaklega í viðtölum um önnur störf síðar meir.

Fólk getur þurft að sætta sig við að byrja á einhverjum vörulager á meðan það nær norskunni og svo getur það fikrað sig uppá við. 

Fólk sem ég veit um og fleiri en 1 eða 2 dæmi, kom hingað með börn og allan pakkan og fyrsta sem það spurði okkur hvað það fengi í barnabætur?? Halló, væri ekki nær að redda þaki yfir höfuðið á sér og koma sér í vinnu?
Sama fólk ætlaði að æða í Elkjop(Elko) og kaupa fullt af dóti á raðgreiðslum. Einmitt, því það gengur svo mikið. Þú þarft að vera búinn að skila inn einu framtali og fara í greiðslumat til að fá raðgreiðslu hérna.

Needless to say að þetta fólk skrölti "heim" til Íslands eftir 2-3 mánuði því það fékk ekki allt upp í hendurnar og sætti sig sko ekki við nein "skítastörf" og Noregur var svo slæmt land.

Ef fólk flytur frá Íslandi gerið þá eitt. Það sama og þið ætlist til að Pólverjum, Víetnömum,Thailendingum eða einhverjum öðrum. Kynnist kúlturnum og aðlagið ykkur þjóðfélaginu þó þið haldið í einstaka hefðir. Fólk getur ekki ætlast til þess að útlendingar geri það á Íslandi en hópast svo saman eins og hjarðir þegar það flytur út.
Íslendingar upp til hópa þola ekki að t.d. thailendingar hópi sig saman og oft hefur maður orðið vitni að svoleiðis kaffispjallsumræðu.

Það er hræsni.

En til ykkar sem flytjið þá gangi ykkur vel en hugsið samt aðeins hvað þið eruð að fara útí og ekki halda að þetta komi bara upp í hendurnar á ykkur.

Kv, frá Noregi.

Júlíus (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:33

2 Smámynd: Vignir Ari Steingrímsson

já það er erfitt að aðlagast ef maður lærir ekki málið og siði í þeim löndum sem maður flyst til og ætlar að starfa.

hehe það jafnast ekkert á við að kaupa á visa-rað  allt sem manni vantar.

og það eru því miður ekki allir sem vilja vinna með höndunum í smá tíma því miður ,það eru til hér nokkrar kynslóðir sem ekki kunna  að vinna eftir góðærið  og kunna ekki að meta vinnu sama hver hún er,vegna hve eftirspurnin eftir starfsfólki var gífurleg hér í nokkur ár og það mun eflaust taka nokkur ár því miður að venja fólk af þeim ósiðum sem það vandist á á þeim tíma.

og síðan er bara að vona að atvinnuleysið verði ekki of lengi hér svo að við förum ekki að missa nokkrar kynslóðir í þann pakka að festast þar.  því það verður erfitt að laga það eins og það þekkist á öllum norðurlöndunum að heilu fjölskyldurnar festast þar í gildru og þekki ekki annað.

Vignir Ari Steingrímsson, 2.2.2010 kl. 20:32

3 identicon

Ég var nú að heyra það í gær að margir af þessum Íslendingum sem fá ekki vinnu komu hreinlega til að leggjast á sosialinn.

Þetta heyrði ég frá manneskju sem heyrði þetta beint frá þeim aðilum sem voru að flytjast hingað. 

Íslendingar eru nú kallaðir af sumum Norðmönnum "nye polakene" já það er aldeilis frábært að við sem höfum búið hérna í einhver ár og komið undir okkur fótunum þurfum að heyra þetta. 

Vil bara ekki sjá svona fólk hingað, komandi hingað og eyðilleggjandi fyrir okkur sem höfum haft fyrir því að koma okkur vel inn í samfélagið. (fólk sem vill komast á sosialinn)

Svo hefur maður heyrt fólk segja, tja ég er bara hérna á meðan það versta gengur yfir. Ég þoli ekki svona, fólk að notfæra sér aðra. 

Svo vilja margir svarta vinnu sem er nú það lágkúrulegasta af öllu. Af hverju er svona hræðilegt að borga skatt? Svo vælir þetta fólk yfir háum sköttum og hefur ekki greind til að skilja að til að ná niður skatti þá verður fólk að borga fjárans skattinn en ekki svíkja undan honum.

Ég afsaka pirring minn hérna Vignir en mér finnst ömurlegt að fólk hagi sér svona og þetta bitnar á okkur sem höfum búið hérna síðan fyrir kreppu. Við þurfum að taka fram við Norðmenn sem við hittum að við höfum komið fyrir kreppuna til þess að það verði hreinlega ekki litið niður á mann og það er mótlætið sem við erum að fá í dag.

Júlíus (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband