Fuþark rúnastafróið

Gamla rúna stafróið(futhark) hefur verið rakið til þriðju aldar eftir krist., og í því eru 24 stafir sem raðað er með öðrum hætti en í latneska og gríska stafróinu. Nokkru munar um einstakastafi.
Þetta rúnakerfi var notað fram á áttundu öld en þá kom upp nýtt stafróf, runnið af hinu eldra, og voru í því 16 stafir.
Rúnirnar báru sérstök nöfn sem hafa fylgt þeim aftan úr forneskju. Sex þær fyrstu heita til dæmis fehu, uruz, thurisaz, ansuz, raidho, og kaunas í gamla stafróinu, og kallast þetta stafro futhark eftir þeim. En á íslandi urðu þessi heiti að fé, úr, þurs, óss, reið, og kaun.
Þessi þróun fól í sér nokkrar merkingarbreytingar, því að úr merkir járngjall eða úrkomu, en uruz vísar á uxa. Þá var fjórða rúnin í öndverðu höfð um nefkveðið a og merkir ás eða goð.
Önnur íslensk rúnanöfn voru hagall, nauð, ís, ár, sól, týr, bjarkan, maður, lögur og ýr.

Og ég ætla að kynna þessar 24 rúnir sem fylgja gamla futharkinu, heiti þeirra og merkinga. Og hvað Urður, Verðandi og Skuld, Veðurfölnir og Níðhöggur segja um þær í spádómum.

Urður, Verðandi og Skuld segja hvers konar örlögum rúnirnar rúnirnar geta lýst í spádómum.

Veðurfölnir er haukur sem sveimar í efstu limum Asks Yggdrasils og er tákn hins göfuga og góða. Hann gefur vísbendingar um hvaða jákvæðu þáttum í eðli eða umhverfi spyrjandans skal fylgt þegar rúnaspádómur býður upp á slíkar hugleiðingar.

Andstæða Veðurfölnis er ormurinn Níðhöggur sem nærist á rótum Yggdrasils(lífsins tré) og á skrokkum dauðra manna. Hann bendir á neikvæða þætti í umhverfi og eðli spyrjandans og í spádómum gefur hann vísbendingu um það sem varast skal.

Efni sótt í spárúna leiðbeiningar sem við í Volcano Art settum saman fyrir rúnastafróið sem við gröfum í stein og seljum á http://volcanoart.is/ og á fésbókinni undir Volcanoart.is endilega skoðið þar :)

og á myndinni má sjá þar rúnir sem við höfum skorið í steina

kv,
Vignir


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Ari Steingrímsson

og á myndinni má sjá þar rúnir sem við höfum skorið í steina :)

Vignir Ari Steingrímsson, 31.1.2013 kl. 11:11

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein. ert þú að framleiða þessa steina. Ef ég má spyrja ert þú vel læs á rúnir en mig vantar lesara á Norrænum og Íslenskum rúnum og sérstaklega ef hægt er eð finna dagsetningu.

Valdimar Samúelsson, 31.1.2013 kl. 11:57

3 Smámynd: Vignir Ari Steingrímsson

Takk fyrir það :)

Já er að framleiða þessa steina og fleira til. )

Veit ekki hversu læs ég er en það er eitthvað ;)

sendu mér bara skilaboð hér eða á fésbókinni volcanoart.is

kv,

Vignir

Vignir Ari Steingrímsson, 31.1.2013 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband