14.10.2010 | 14:59
Hvað kostar að gera sama og ekki neitt
Hvað kostar að láta 73 000 heimili falla
hvað kostar það ef bara að 10 000 heimili verða gjaldþrota og hætta að geta tekið þátt í samfélaginu
hvað kostar það ef 5000 flytja úr landi ?
og hvað kostar það ef greiðsluvilji fólks hverfur vegna stöðugrar neikvæðrar eignamyndunar...
Það eru tvær hliðar á peningnum!
og svo held að það sé kominn tími á einhvern nýjann banka/sparisjóð og nýjann lífeyrissjóð þar sem fólk sem borgar í hefur allt um það að segja hverjir stjórna og hverjar stefnur hans eru.
ekki einhverjir jakkalakkar sem sitja fastast sama hve hræðilega þeir hafi stjórnað í eigin umboði.
ríkisstjórnin hegðar sér eins og strútar og stinga höfðinu ofan í sandinn eins og fyrirrennarar hennar, og halda að það sé hægt að fela sig á bak við þá afsökun að vita ekki hvað er í gangi...en þau eru þarna í þessum störfum fyrir okkur til að vita og bregðast við öllu sem við kemur okkur.
svo mætti einhver klárari en ég til að segja mér hve mikið verðtrygging á lánum hefur bólgnað út frá hruni.
og þá í leiðinni afhverju er ekki hægt að leiðrétta þær tölur gagnvart öllum...því á endanum eru þetta bara tölur á blaði...og fólki var rænt eignum sínum ..ekki einu sinni í skjóli nætur
Þyrftu að skerða réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.